Rökva framhald

Það er mjög slæmt ástand og framlög til Háskóla Íslands hafa minnkað. Við í vöku ætlum að taka á vandanum og okkur finnst að röskva hafi ekki verið að gera nógu mikið í málunum. Svona byrjaði tölfræði tími í dag. Ég vona að fólk hafi haldið áfram að lesa og ekki hætt við "vaka" eða "röskva". Þetta var grínlegur málflutningur eða ómálefnaflutningur ætti betur við. Okkur var sagt að ástandið væri slæmt og þau (vökufólk) ætluðu að taka á vandanum. Þetta eru nú aldeilis nýjar fréttir. Ekki hefði maður getað ímyndað sér að flokkur fyrir stúdenta myndi taka á þeim vandamálum sem fyrir eru. Engar vísbendingar um aðgerðir nema að þau ætluðu í stúdentaráð.

Enginn hefur mótmælt á opinberum vettvangi fyrir hönd stúdenta. HVAÐ ER ÞAÐ? Röskva þykir heldur róttækari flokkur af tveim væblum. En enginn opinber mótmæli hafa verið haldinn. Engar mótmælagöngur eða opinberar yfirlýsingar á vettvangi ljósmiðla, nei úps ég gleymdi það var neðst í Velvakanda tilkynning eða þarna á bls. 12 í fréttablaðinu þar var formaður Rösku með svona flotta grein. Mjög vel uppbyggð og greinilega haft að leiðarljósi fyrirmæli úr gagnakveri fyrir háskólanema.

Þetta áframhaldandi hvísl stúdentaráðs er óþolandi. Hér þarf að beita sér opinberlega og á öllum sviðum sem snerta stúdenta. Einnig þarf að gera greinilegt hvað stúdentar vilja. Þessi endalausa moð um stúdentalán er kjánaleg. Eru peningar það sem stúdentar vilja. Er ekki helsti vilji fólks að komast út úr foreldrahúsum. Að lifa sjálfstæðu lífi og samlífi við aðra stúdenta og fólk í svipuðum aðstæðum. Þannig að námslán er ekki bara málið. Stefnu stúdentaráðs þarf að skilgreina upp á nýtt og stefna á raunveruleg markmið í stað þess að marka sig við baráttu sem er auðvinnanleg (grill og örbylgju baráttan).

Vilja stúdenta þarf að skilgreina upp á nýtt. Stúdentaráð þarf að beita sér á öllum sviðum. Stúdentaráð ætti að vera búið að mótmæla með öllu stefnu ríkisstjórnar á kjörum stúdenta. Niðurskurður í heilbrigðis málum snertir stúdenta alveg jafn beint og niðurskurður í menntakerfi. Hvers virði eru aukinn námslán ef þau fara í sjúkrakostnað, matvöru, leigu á almennum markaði því FS á einungis takmarkað magn íbúða (þar fyrir utan er það orðið sambærilegt almennum leigumarkaði) og skráningargjöld og annað sem er nauðsynlegt í lífi stúdents.

Það þarf ekkert að eyða tíma í núverandi flokka. Björgun þeirra er ómöguleg og byggja þarf á nýjum grunni. Barátta fyrir stúdenta er í lágmarki og ekki nema kjaraskerðing hreinlega kippi fótum undan stúdentum að stúdentaráð fari að hvísla í Velvakanda. Þetta er óþolandi ástand. Og einna markverðast um ástandið er þátttaka í kosningu til stúdentaráðs. Um 40% stúdenta er sama því stúdentaráði er sama. Tökum til hendinni. Hér með óska ég eftir fólki til stofnunar nýs afls innan Háskólasamfélagsins. Ég skora á meðlimi oskra.org að taka sig saman og mynda nýjan flokk ásamt öllu því fólki sem stendur ekki á sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bíddu nú við var þetta ekki röskva sem var hjá okkur í dag, ég var búin að ákveða að kjósa vöku því einn gaur hjá þeim sem komu á mánudaginn var svo sætur, nei djók, vandamálið er að báðar fylkingarnar ætla að gera það sama það er enginn munur á þeim og þær gætu allveg eins kallast rökva og haldist í hendur, þó svo að mótmæli sé nú ekki my cub of tea þá má nú sína smá lit þegar það á að skera niður framlög til háskólans.

Guðrún Häsler (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband