Færsluflokkur: Bloggar

Það er nú þannig með Ísland

Það er alltaf verið að skjóta þessu inn að ekki sé hægt að skipta um áhöfn í miðju ballarhafi í ólgusjó. Réttmæti líkingarinnar er nú mjög umdeilanleg og finnst mörgum betra að líkja þessu við bílferð; að ef drukkinn maður í óráði klessir bíl á staur á þá að leyfa honum að keyra bílinn heim? Nei en þar fyrir utan er nú alveg hægt að skipta um áhöfn á miðjum sjó og það bara með þyrlu verst að þyrluáhöfnin er spillt líka svo erfitt að vita hvernig slík áform myndu enda. Allavega væri bloggað um það að fluggæslusið eflaust frá Florida eins og áður.
mbl.is Mótmælt fyrir framan dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

653 mill. það er nú ekki neitt

Árni Matt sagði að þetta myndi nú allt minnka þegar gengið styrktist og kreppan færi. Hver þarf að hafa áhyggjur af þessu. Hvað ætli gerist þegar Ísland fer á hausinn. Getur maður bara skipt um kennitölu? Er í boði að fá Danskan ríkisborgararétt þar sem Danir voru seinast við völd? Eða á eftir að koma skip full af handrukkurum frá lánadrotnum og lemja okkur?
mbl.is Botnlausar skuldir íslensku þjóðarinnar vegna bankahruns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óneitanlega skrýtið

Það er dálítið furðulegt að einkavæðinga-sjálfstæðis-Steingrímur sé valinn og ef faglegt er það sama og löglegt þá er faglegt ekki það sama og siðlegt.
mbl.is Guðlaugur kemur af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrir bara það sem hann vill

Það var ágætt að Geir gat séð úr orðum Roberts að kreppa á Íslandi væri í raun vegna alheimsvanda. En ef hann hefði mætt hefði hann séð að Robert sagði að Ísland hefði lent í kreppu jafnvel þó að alheimskreppa hefði ekki komið. Lítið land með eigin gjaldmiðill sem ætlar að verða alheimsbanka miðstöð getur ekki annað en sprungið. Hann setti fram aðgerðaáætlun fyrir Íslenska ríkið þar átti Geir að biðjast afsökunar, Davíð átti að segja af sér, rekja orsakir kreppunnar, kjósa um nýja ríkisstjórn og fá nýjan gjaldmiðil. En það var ekki í kastljósinu svo hann getur ekki svarað því COME ON ertu ekki að grínast. Flottur ráðherra sem getur ekki talað um hluti sem ekki sjást í kastljósi, að svara óundirbúnum spurningum er auðvitað allt og erfitt. Það er ljótt að segja það en ég vona að hann detti og gleymi að hann sé forsætisráðherra.
mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafrænar kosningar og beint lýðræði

Ég vill rafrænar kosningar. Þar væru atkvæði þingkosninga talinn og vonandi seinna hægt að nota til að auka beint lýðræði og kosningar um tiltekin málefni. Með þessu held ég að mikill sigur sé unninn í auknu gegnsæi og vilji fólksins virtur og hafður í leiðarljósi í þingstörfum. Ég vill stofna félag sem berst í fyrstu fyrir rafrænum kosningum og síðar fyrir beinu lýðræði. Þær væri hægt að ákveða frekari útfærslur á kerfi þar sem hægt verður að skjóta málum til þjóðaratkvæðagreiðslu að ákveðnum skilyrðum fylltum. Þetta myndi eflaust leiða til meðvitraðrar hugsunar um stjórnmál og auka trú fólks á þingi og þeirra störfum. Að auki held ég að slíkt lýðræði myndi veita stjórnvöldum aukið aðhald.

Power to the people


Var ekki öllum ljóst

Það þarf engan Einstein til að sjá að bankarnir voru alltof stór biti fyrir FME. Ríkisstjórn virðist ekki hafa áttað sig á þessu enda gerðu þeir engin mistök en ef þeir hafa gert það þá finnst þeim það leiðinlegt. Svo þarna held ég að mistökin séu einna stærst. Að láta fyrirtæki stækka án eftirlits er glapræði. Það held ég að minnsta kosti.
mbl.is „Rauðir í framan af reiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æji ohh

Afhverju má ekki spara í einhverju öðru. hugmyndir um gjaldtöku fyrir börn finnst mér skammarleg. Þetta er það sem heldur í okkur lífinu svo afhverju má ekki fækka þingmönnum eða spara hjá sérsveitinni í staðinn. Guðlaugur hefur haft orð á lofti um endurbætur heilbrigðismála ætti hann ekki að segja af sér þar sem greinilegt er að hann gengur þvert á loforð sín. Það finnst mér að minnsta kosti.
mbl.is Hagræðing um 1,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú meira álmálið

Flott að sjá hvernig er að fara fyrir þessari "solid" auðlind sem stjórnvöld hafa ákveðið að fjárfesta í fyir okkur.

Áfram Ísland. Ál er okkar mál.


mbl.is Alcoa segir upp 13.500 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

áfram ísland

Mikið er ég sammála Steingrími að ef fer sem horfir að þá sé sorglegt að íslensk ríkisstjórn skuli ekki hafa skoðað málið betur heldur en raun hefur borið vitni. Að heyra um sérskipað mann sem fylgjast átti með málinu sé í fríi er hneykslanlegt. Það er nú gott að heyra að enginn frestur virðist vera að renna út en það er ekki langt síðan að það hefur komið í ljós hingað til hafa flestir ráðamenn meirihluta borið fyrir sig fáfræði á þessu sviði.
mbl.is Vítaverð hagsmunagæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vona að það verði kosið sem fyrst

Eftir frétt um málagang í Breta/hryðjuverka málinu, er maður fullur efasemda um framgang íslenskra stjórnvalda og á við um bæði samfylkingu og sjálfstæðisflokk. Ég held að kosingar gæti verið ein leiðin til þess að lægja öldur og auka stuðning við stjórnvöld og með því koma hlutunum í betra horf.
mbl.is Taugastríð Geirs og Ingibjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband