4.1.2009 | 14:37
Allveg frábær saga
Það er alltaf gaman af því þegar stjórnmálamenn fara í söguna til þess að gera því skil hvað aðrir stjórnmálaflokkar hafa eða hafa ekki gert og það svo til marks um verk þeirra í framtíðinni. Sjálfur á ég ömmu sem kýs sjálfstæðisflokkinn af skyldurækni og ef út í það er spurt þá fær maður hnuss og svo elsku rúsínan mín þú hefur ekki lifað tímana tvenna og þá var nú öldin önnur og verri þegar vinstri flokkar voru við völd. En í ljósi þess hvernig t.d. Geir talar um ástandið: Hei það er eins og fólk haldi að þetta sé bara að gerast á íslandi en það eru raun bara utanaðkomandi þættir sem skapa þetta ævintýri. Þá held ég að eins hafi aðstæður skipað stóran sess á fyrri tímum.
Er það að fara í sögulegt yfirlit endilega til marks um komandi stjórnarhætti rauðgrænna. Ég vona bara að vinstri grænir komist í meirihluta en það er bara ég.
ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.