Vinsælda pólitík

Það er nú bara hrikalegt að sjá hvernig stjórnmálamenn baða sig í dýrðarljóma þeirra sem ná árangri. Ég get ekki fengið séð hvernig það muni hjálpa Íslandi að stjórnmálamenn taki uppá því að syngja. Þó virðast bæði stjórnmála menn og evrovision söngvarar vera uppteknir af því að reyna koma sér á framfæri. Mér finnst samt óþarfi að reyna koma sér á framfæri á kostnað annarra. Pop-pólitík af hæstu gráðu. Hér að neðan er listi yfir 5 uppáhalds pop-pólitík.

5. Ólimpíu strákarnir birtust sem myndlíking í öllum ræðum sem voru haldnar á tímabili frá Ágúst 2008 þar til um miðjan Október. Hvort sem það var ræða rektors Háskóla Ísland eða á Alþingi alstaðar þurftu menn að kasta eða berjast eins og strákarnir okkar. Þó heyrðist hvergi að menn ættu að tapa seinasta leiknum þó það hafi nú gerst hjá strákunum.

3. og 4. Katrín Jakobs og Jóhanna Sigurðar böðuðu sig í ljóma silfur stjörnunnar Jóhönnu. Jóhanna Sigurðar ætlar að breyta eins og Jóhanna Guðrún, hvað sem felst nú í því.

2. Ólafur R Grínsson komst langleiðina þegar hann veitti heilu handboltaliði fálkaorðu þegar þeir höfðu unnið til silfurverðlauna á ólimpíuleikunum. Í framhaldinu var farið að rifja upp hverjir hefðu fengið ólimpíu peninga og kom í ljós að Vilhjálmur Einarsson fékk einnig silfur (þrístökk) en enga orðu að því loknu, honum hafði þó verið afhent orða 2006. Bjarni Friðriksson fékk brons (júdó) en enga orðu eftir það svo því var reddað í sömu andrá og landliðið fékk sínar orður. Vala Flosa fékk brons (stangastökk) og orðu ári seinna. Þó fengu Karen og Adam Reeves enga orðu þó þau hafi sigrað heimsmeistaramót í samkvæmisdönsum og ótal aðrir sem hafa staðið framarlega í íþróttum. Ólafur virtist ekki þurfa að halda í venjubundnar hefðir fálkaorðunnar heldur hélt hann partí um leið og karlarnir komu heim (pop-pólitík). Spurning hvort Jóhanna fái eitt stykki.

 

1. (V)álgerður kom sá og sigraði þegar hún afhenti Magna bók eftir Kjarval. Hún toppaði þessa stund með því að bera þá saman ekki nóg með það þá mátti Kjarval fara að passa sig. Fyrir þá sem ekki vita þá var Magni að koma heim frá USA þar sem hann tók þátt í F-klassa raunveruleika sjónvarpinu RockStar: Supernova. Þáttastjórinn sem bar af í þessum þáttum var subbuhundurinn Tommy Lee. Tommy hefur í tvígang verið dæmdur fyrir ofbeldi, fyrst fyrir að sparka í konu sína liggjandi með son þeirra í fanginu, seinna fyrir að ráðast á ljósmyndara.

Tommy_Lee

 

ValgerdurSverrisdottir
mbl.is Jóhanna Guðrún fyrirmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband