Færsluflokkur: Bloggar
5.11.2010 | 09:27
Vertu velkominn heim
Það væri nú fallegt ef Ísland gæti verið þessum báráttumanni gegn spillingu innan handar.
Assange segist aðeins óhultur í Sviss og hugsanlega á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2010 | 17:37
Skiptu bara um heimilisfang
Valdi of sterka skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2010 | 13:42
Skammastu þín Stefanía (stjórnmálafræðingar) og fréttamaður
Óvönduð vinnubrögð!!! Stjórnmálafræðingar eða spámálafræðingar væri réttnefni fyrir marga sem koma fram og meta og telja hitt og þetta án nokkurra rannsókna eða kannana. Er það svo að stjórnmálafræði byggist á einhverskonar innsæislist sem barist er síðan fyrir að pota í fjölmiðla? Nei, varla. Samt stoppar það ekki ógrynni frétta af stjórnmálafræðingum sem telja sig færa í að spá og meta stöðu í stjórnmálum útfrá innsæinu einu. Síðan fara þeir ekki varhluta af titlinum sem flaggað er ótt og títt svona sem einhverskonar staðfesting á ágæti spámennskunnar. Ég skil ekki hvernig fræðimenn geti látið gamminn geisa eins og raun ber vitni. Það er ábyrgðar hlutur að vera fræðimaður.
Vopnlausir stjórnmálaflokkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2010 | 14:45
Fréttir frá Asíu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 14:16
Ekki samanburðarhæf!
Hætta viðræðum ef skerða á laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2009 | 00:17
Vinsælda pólitík
Það er nú bara hrikalegt að sjá hvernig stjórnmálamenn baða sig í dýrðarljóma þeirra sem ná árangri. Ég get ekki fengið séð hvernig það muni hjálpa Íslandi að stjórnmálamenn taki uppá því að syngja. Þó virðast bæði stjórnmála menn og evrovision söngvarar vera uppteknir af því að reyna koma sér á framfæri. Mér finnst samt óþarfi að reyna koma sér á framfæri á kostnað annarra. Pop-pólitík af hæstu gráðu. Hér að neðan er listi yfir 5 uppáhalds pop-pólitík.
5. Ólimpíu strákarnir birtust sem myndlíking í öllum ræðum sem voru haldnar á tímabili frá Ágúst 2008 þar til um miðjan Október. Hvort sem það var ræða rektors Háskóla Ísland eða á Alþingi alstaðar þurftu menn að kasta eða berjast eins og strákarnir okkar. Þó heyrðist hvergi að menn ættu að tapa seinasta leiknum þó það hafi nú gerst hjá strákunum.
3. og 4. Katrín Jakobs og Jóhanna Sigurðar böðuðu sig í ljóma silfur stjörnunnar Jóhönnu. Jóhanna Sigurðar ætlar að breyta eins og Jóhanna Guðrún, hvað sem felst nú í því.
2. Ólafur R Grínsson komst langleiðina þegar hann veitti heilu handboltaliði fálkaorðu þegar þeir höfðu unnið til silfurverðlauna á ólimpíuleikunum. Í framhaldinu var farið að rifja upp hverjir hefðu fengið ólimpíu peninga og kom í ljós að Vilhjálmur Einarsson fékk einnig silfur (þrístökk) en enga orðu að því loknu, honum hafði þó verið afhent orða 2006. Bjarni Friðriksson fékk brons (júdó) en enga orðu eftir það svo því var reddað í sömu andrá og landliðið fékk sínar orður. Vala Flosa fékk brons (stangastökk) og orðu ári seinna. Þó fengu Karen og Adam Reeves enga orðu þó þau hafi sigrað heimsmeistaramót í samkvæmisdönsum og ótal aðrir sem hafa staðið framarlega í íþróttum. Ólafur virtist ekki þurfa að halda í venjubundnar hefðir fálkaorðunnar heldur hélt hann partí um leið og karlarnir komu heim (pop-pólitík). Spurning hvort Jóhanna fái eitt stykki.
1. (V)álgerður kom sá og sigraði þegar hún afhenti Magna bók eftir Kjarval. Hún toppaði þessa stund með því að bera þá saman ekki nóg með það þá mátti Kjarval fara að passa sig. Fyrir þá sem ekki vita þá var Magni að koma heim frá USA þar sem hann tók þátt í F-klassa raunveruleika sjónvarpinu RockStar: Supernova. Þáttastjórinn sem bar af í þessum þáttum var subbuhundurinn Tommy Lee. Tommy hefur í tvígang verið dæmdur fyrir ofbeldi, fyrst fyrir að sparka í konu sína liggjandi með son þeirra í fanginu, seinna fyrir að ráðast á ljósmyndara.
Jóhanna Guðrún fyrirmynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 14:02
Ísland Palestína
Á dögunum horfði ég á sjónvarpsþátt þar sem breskur sjónvarpsmaður fór um svæði í Palestínu og Ísrael. Þar hitti hann bæði stjórnmálamenn og almenna borgara. Um miðbik þáttarins kom tilsögunar lítil stelpa kannski 6 eða 7 ára. Viðtalið byrjaði ósköp venjulega. Stelpan kynnti sig ásamt bróður sínum sem sá um hana. Farið var heim til þeirra. Það var eina húsið sem stóð í götunni, búið var að rústa öllu. Stelpan dregur svo fram teikningu og sínir blaðamanninum. Þar var hún búinn að teikna móður sína, bræður. Við móður sína var stórt skeyti sem fór í höfuð hennar og við hlið hennar teiknaði hún bræður dána með blóð yfir allan líkamann. Hún teiknaði líka litla frænda sinn í fanginu á bróður sínum þar sem heili hans var að leka út. Seinna spurði fréttamaðurinn hvort hún myndi einhvern tíma hætta að vera sorgmædd. Þá sagði stelpan: "Þegar maður er búinn með tárin þá grætur maður í hjartanu".
http://www.youtube.com/watch?v=gRJwkcP-MfM
Kiljan var á dagskrá eftir þessum þætti þar sem Hákonar Aðalsteinssonar var minnst. Í framhaldi samdi ég ljóð:
Ísland Palestína
Þegar fólkið byltir sér
yfir brostnum vonum
Palestína grætur her
barna af dætrum, sonum
lítil telpa grætur í hjarta
tárin voru búin
maður stendur styggur að kvarta
féð fór í súginn
mömmu sína missti
skeytið var 1 pund
vona að hana listi
líf og gleði stund
byrðin verður þyngri en það sem á var lagt
hún grætur, grætur, grætur hvað sem verður sagt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 13:30
Kappræður Röskvu og Vöku í stutt máli
Bla bla og blaka
röskva er að kvaka
Ég læt sem ég sofi
Við erum vaka
+okkur er sama um Gaza
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2009 | 19:41
Rökva framhald
Það er mjög slæmt ástand og framlög til Háskóla Íslands hafa minnkað. Við í vöku ætlum að taka á vandanum og okkur finnst að röskva hafi ekki verið að gera nógu mikið í málunum. Svona byrjaði tölfræði tími í dag. Ég vona að fólk hafi haldið áfram að lesa og ekki hætt við "vaka" eða "röskva". Þetta var grínlegur málflutningur eða ómálefnaflutningur ætti betur við. Okkur var sagt að ástandið væri slæmt og þau (vökufólk) ætluðu að taka á vandanum. Þetta eru nú aldeilis nýjar fréttir. Ekki hefði maður getað ímyndað sér að flokkur fyrir stúdenta myndi taka á þeim vandamálum sem fyrir eru. Engar vísbendingar um aðgerðir nema að þau ætluðu í stúdentaráð.
Enginn hefur mótmælt á opinberum vettvangi fyrir hönd stúdenta. HVAÐ ER ÞAÐ? Röskva þykir heldur róttækari flokkur af tveim væblum. En enginn opinber mótmæli hafa verið haldinn. Engar mótmælagöngur eða opinberar yfirlýsingar á vettvangi ljósmiðla, nei úps ég gleymdi það var neðst í Velvakanda tilkynning eða þarna á bls. 12 í fréttablaðinu þar var formaður Rösku með svona flotta grein. Mjög vel uppbyggð og greinilega haft að leiðarljósi fyrirmæli úr gagnakveri fyrir háskólanema.
Þetta áframhaldandi hvísl stúdentaráðs er óþolandi. Hér þarf að beita sér opinberlega og á öllum sviðum sem snerta stúdenta. Einnig þarf að gera greinilegt hvað stúdentar vilja. Þessi endalausa moð um stúdentalán er kjánaleg. Eru peningar það sem stúdentar vilja. Er ekki helsti vilji fólks að komast út úr foreldrahúsum. Að lifa sjálfstæðu lífi og samlífi við aðra stúdenta og fólk í svipuðum aðstæðum. Þannig að námslán er ekki bara málið. Stefnu stúdentaráðs þarf að skilgreina upp á nýtt og stefna á raunveruleg markmið í stað þess að marka sig við baráttu sem er auðvinnanleg (grill og örbylgju baráttan).
Vilja stúdenta þarf að skilgreina upp á nýtt. Stúdentaráð þarf að beita sér á öllum sviðum. Stúdentaráð ætti að vera búið að mótmæla með öllu stefnu ríkisstjórnar á kjörum stúdenta. Niðurskurður í heilbrigðis málum snertir stúdenta alveg jafn beint og niðurskurður í menntakerfi. Hvers virði eru aukinn námslán ef þau fara í sjúkrakostnað, matvöru, leigu á almennum markaði því FS á einungis takmarkað magn íbúða (þar fyrir utan er það orðið sambærilegt almennum leigumarkaði) og skráningargjöld og annað sem er nauðsynlegt í lífi stúdents.
Það þarf ekkert að eyða tíma í núverandi flokka. Björgun þeirra er ómöguleg og byggja þarf á nýjum grunni. Barátta fyrir stúdenta er í lágmarki og ekki nema kjaraskerðing hreinlega kippi fótum undan stúdentum að stúdentaráð fari að hvísla í Velvakanda. Þetta er óþolandi ástand. Og einna markverðast um ástandið er þátttaka í kosningu til stúdentaráðs. Um 40% stúdenta er sama því stúdentaráði er sama. Tökum til hendinni. Hér með óska ég eftir fólki til stofnunar nýs afls innan Háskólasamfélagsins. Ég skora á meðlimi oskra.org að taka sig saman og mynda nýjan flokk ásamt öllu því fólki sem stendur ekki á sama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 21:41
Rökva
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)